Björn: Tryggja verður öryggi lögreglunnar

Björn Bjarnason
Björn Bjarnason Sverrir Vilhelmsson

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir hvað varðar árás á tvo lögregluþjóna í nótt að af fréttum megi ráða, að hér hafi það enn gerst, að ráðist sé á lögreglumenn að tilefnislausu. Viðurlög við slíkum árásum hafa verið hert að sögn Björns „og sé enn nauðsynlegt að grípa til ráðstafana í því skyni að tryggja öryggi lögreglumanna, ber að huga að öllum leiðum til að gera það.

Ég hef til dæmis ítrekað látið ganga á eftir því við embætti ríkislögreglustjóra að fá skýrslu þess um svonefnd rafstuðtæki, sem eru til þess fallin að auðvelda lögreglu að takast á við ofbeldismenn," segir Björn Bjarnason.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert