Vilja jafnræði kynjanna við skipan í bankaráð

Stjórn kvennahreyfingar Samfylkingarinnar skorar á forystu flokksins sem og ríkisstjórn að hafa jafnræði kynja að leiðarljósi við skipan í bankaráð hinna nýju banka. 

„Framundan eru spennandi tímar sem krefjast nýrrar hugsunar og nýrrar nálgunar í anda sanngirni og réttlætis.  Konur hafa því miður ekki komið mikið að uppbyggingu hins nýja hagkerfis eða fjármálamarkaðar undanfarinna ára en nú stöndum við á krossgötum nýrra tækifæra.

Það er krafa kvennahreyfingar Samfylkingarinnar að hæfar konur til jafns við hæfa karla verði skipaðar til starfa og í stafni þeirrar nýsköpunar sem er framundan.  Þannig byggjum við upp nýtt Ísland í anda kvenfrelsis og jöfnuðar," að því er segir í ályktun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert