Skera niður um 15-20 miljónir í nefndum á næsta ári

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Friðrik Tryggvason

Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar samþykkti í gær tillögu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar um 15-20 milljóna króna niðurskurð í nefndakerfi borgarinnar á næsta ári.

Í tillögunni segir að í ljósi erfiðs efnahagsástands hér á landi og áhrifa þess á rekstur Reykjavíkurborgar, telji forsætisnefnd mikilvægt að það náist fram sparnaður í nefndakerfi borgarinnar á næsta ári, bæði að því er tekur til hugsanlegra breytinga á nefndakerfinu sem og starfsumhverfis kjörinna fulltrúa. Vilhjálmi þ. Vilhjálmssyni. forseta borgarstjórnar var falið að leggja fyrir forsætisnefnd tillögur sem skili 15-20 milljóna króna sparnaði að þessu leyti. tillögunum ber að skila fyrir 15. nóvember næstkomandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert