250-346 tonna álver í athugun

Skipulagsstofnun hefur auglýst tillögu að umhverfismatsáætlun vegna fyrirhugaðs álvers bandaríska álfélagsins Alcoa á Bakka við Húsavík. Samkvæmt tillögunni hyggst Alcoa reisa og reka 250.000 til 346.000 tonna álver á staðnum og sé áformað að hefja framleiðslu á áli á árabilinu 2012 til 2014, háð því hvenær orka sé tilbúin til afhendingar. 

Fram kemur í skýrslu Alcoa, að gert sé ráð fyrir því að útblástur verði hreinsaður með nýjustu gerð af þurrhreinsivirkjum. Mismunandi lausnir til að standast kröfur um loftgæði verði ræddar í frummatsskýrslu og verði bæði skoðaðar lausnir með og án vothreinsibúnaðar. 

Áformað er að skila inn frummatsskýrslu á öðrum ársfjórðungi 2009. 

Tillaga að matsáætlun 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert