Borgin semur við SÁÁ

Hús SÁÁ við Efstaleiti
Hús SÁÁ við Efstaleiti mbl.is/Árni Sæberg

Velferðarráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu þess efnis að gengið verði til samninga við SÁÁ um rekstur sértæks búseturúrræðis fyrir einstaklinga sem glíma við áfengis -og/eða vímuefnavanda

Búsetuúrræðið er samvinnuverkefni Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og  félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Um er að ræða búsetu fyrir allt að 20 einstaklinga sem hætt hafa neyslu áfengis- eða vímuefna en þurfa á umtalsverðum stuðningi að halda til að ná tökum á lífi sínu.

Upphaflega var samþykkt að ganga til viðræðna við  Heilsuverndarstöðina/Alhjúkrun um rekstur búsetuúrræðis en þeim var slitið í september.

Markmiðið með verkefninu að veita húsaskjól, félagslegan stuðning og endurhæfingu fyrir einstaklinga sem hætt hafa neyslu áfengis- og vímuefna en þarfnast sérstaks stuðnings við athafnir daglegs lífs til að geta búið sjálfstætt og tekið virkan þátt í samfélaginu án neyslu áfengis- og vímuefna.

Á heimilinu verður sólarhringsvakt og verður einstaklingum ekki heimilt að neyta áfengis- eða vímuefna á meðan þeir búa á heimilinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert