Ekkert gefið upp um gang viðræðna

Frá fundi íslenskra og breskra embættismanna í dag.
Frá fundi íslenskra og breskra embættismanna í dag. mbl.is/Golli

Hádegishlé er nú í viðræðum fulltrúa íslenskra og breskra stjórnvalda um IceSave reikningana og hvernig gengið verður frá þeim málum. Samkvæmt upplýsingum Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, fæst ekkert gefið upp um gang viðræðnanna að svo stöddu en þær munu halda áfram að loknu hádegishléi.

Tilkynnt var fyrir stundu að breska fjármálaráðuneytið hefði tekið Landsbankann af lista yfir ríki og stofnanir, sem eru beitt fjármálalegum refsiaðgerðum af hálfu breskra stjórnvalda en það mun ekki tengjast viðræðunum sem nú standa yfir hér á landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert