Hroðalega þröngir kostir

„Ég er hugsi yfir stöðunni sem komin er upp. Ég vildi sannarlega að við ættum úr fleiri og betri kostum að velja, sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, eftir fund formanna stjórnarandstöðuflokkanna með ráðherum í dag þar sem þeim var kynnt ákvörðun um að leitað verði til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

„Við fengum enga pappíra í hendur, aðeins munnlega skýrslu," sagði Steingrímur. „Mér finnst þessar þrjár vikur ekki hafa spilast vel. Að sjálfsögðu eru engir góðir kostir í stöðunni en að þeir yrðu svona hroðalega þröngir finnst mér hart að horfast í augu við," sagði Steingrímur.

Undir þetta tók Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, og sagði að ríkisstjórnin tilkynni sínar tillögur á eftir. „Og við erum engir ábyrgðaraðilar á því," sagði hann.

Formennirnir  vildu ekki gefa upp þá lánsupphæð, sem rætt sé um, vexti og önnur kjör en sögðu upphæðir og tölur vera geigvænlegar.

Guðni Ágústsson, Guðjón A. Kristjánsson, og Steingrímur J. Sigfússon koma …
Guðni Ágústsson, Guðjón A. Kristjánsson, og Steingrímur J. Sigfússon koma af fundi ráðherra í dag. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert