Fasteignasala í algjöru lágmarki

mbl.is

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 7. nóvember til og með 13. nóvember 2008 var 36. Þar af voru 26 samningar um eignir í fjölbýli, 9 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 1.194 milljónir króna og meðalupphæð á samning 33,2 milljónir króna. Ef farið er yfir gögn Fasteignamats ríkisins sem ná aftur til febrúar 2001 þá er þetta minnsta fasteignasala á höfuðborgarsvæðinu á einni viku frá þeim tíma.

Þrír á Akureyri og fimm í Árborg

Á sama tíma var 3 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 2 samningar um eignir í fjölbýli og 1 samningur um sérbýli. Heildarveltan var 51 milljón króna og meðalupphæð á samning 17,1 milljón króna.

Á sama tíma var 5 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af voru 2 samningar um eignir í fjölbýli, 2 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 111 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22,2 milljónir króna.

Sjá tímaraðir um fasteignaviðskipti 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert