Icesave-deilan leyst

mbl.is/G. Rúnar

Samkomulag hefur tekist við Breta og Hollendinga í deilu um Icesave-reikninga Landsbankans. Samkomulagið var kynnt í Ráðherrabústaðnum fyrir stundu. Íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu umfram eignir Landsbankans eða rúmlega 20 þúsund evrur á hvern reikning. Heildarupphæð ábyrgðar Íslendinga liggur ekki fyrir. Þá tryggja ESB-ríki lánveitingar til Íslands, þeirra á meðal Bretar og Hollendingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert