Uppsagnir og lokun deilda á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Reykjanesbær
Reykjanesbær Þorvaldur Örn Kristmundsson

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur verið skipað að loka skurðstofu og ná fram 10% sparnaði í rekstri sem mun þýða lokun deilda og uppsagnir starfsfólks. HSS þarf að ná fram 200 milljóna króna sparnaði. Stofnuninni hefur verið naumt skammtað síðustu ár og hefur verið rekin fyrir minna fé en sambærilegar stofnanir hér á landi. Þetta kemur fram í Víkurfréttum í dag.
  Heilbrigðisráðuneytið gaf stjórnendum stofnunarinnar aðeins rúman sólarhring til að skila tillögum sínum að sparnaði en jafnframt var komin tilskipun frá ráðuneytinu um að loka skurðstofunni. Tvær glænýjar skurðstofur hafa verið innréttaðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og eru þær tilbúnar til notkunar með öllum tækjum, samkvæmt Víkurfréttum.   Þær aðgerðir sem stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja þurfa að ráðast í fela í sér mikla skerðingu á þjónustu við íbúa Suðurnesja. Þá er m.a. ljóst að starfsemi fæðingardeildar mun skerðast til mikilla muna frá því sem nú er.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert