Sparnaðarhugmyndir aðför að velferðarkerfi

Skurstofum Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja hefur verið lokað.
Skurstofum Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja hefur verið lokað. www.mats.is

Stjórn Samfylkingar í Reykjanesbæ er ósátt við lokun skurðstofa í Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Hvetur hún heilbrigðisráðherra til að taka tillit til þess að fjárveitingar til stofnunarinnar séu nú þegar langt undir því sem eðlilegt getur talist, að teknu tilliti til umfangs starfsemi HSS og íbúafjölda á svæðinu.

Kemur þetta fram í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér í dag. Segir þar að sparnaðarhugmyndirnar séu aðför að velferðarkerfi sem áratugi hafi tekið að byggja upp. Lokun nýopnaðra skurðstofa HSS feli í sér augljósa skerðingu á þjónustu HSS við íbúa svæðisins og öryggi þeirra sem njóta sé stefnt í voða.

Verði framkomnar tillögur til sparnaðar að veruleika muni starfsemi fæðingardeildar HSS lognast útaf og sú þjónusta sem nú þegar er þar veitt færast til Reykjavíkur með tilheyrandi áhættu fyrir verðandi mæður og nýbura, sem og aukins kostnaðar fyrir ríkið.

Stjórn Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ líti svo á að íbúar á Suðurnesjum sitji ekki við sama borð og aðrir landsmenn hvað varðar framlög til heilbrigðismála.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert