Skiljanleg lagasetning

„Þetta er skiljanleg lagasetning, því það er óvarlegt að setja krónuna á flot við skilyrði fulls frelsis í fjármagnshreyfingum vegna þess hversu háar fjárhæðir eru í svokölluðum krónubréfum í samanburði við verðmæti mögulegs vöruskiptaafgangs,“ segir Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor. Ókostur við þessa leið sé sá að orðspor landsins meðal erlendra fjárfesta versni. Vonandi verði unnt að koma á eðlilegum utanríkisviðskiptum fljótlega. Slíkt geti gerst ef grynnkað verði á skuldum þjóðarbúsins með eignasölu til útlendinga. Farsælla sé að leysa málin í sátt í stað þess að setja lög sem bitna á erlendum fjárfestum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka