Tilkynnt um eld í Listasafninu

Slökkviliðsmenn við Listasafn Ísladns síðdegis.
Slökkviliðsmenn við Listasafn Ísladns síðdegis. mbl.is/RAX

Tilkynnt var um eld í loftljósi í Listasafni Íslands kl. 16:20. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins er búið að slökkva eldinn, en slökkviliðið var með mikinn viðbúnað. Ekki liggur fyrir með skemmdir að svo stöddu, en allt útlit er fyrir að um minniháttar eldsvoða sé að ræða. Engan hefur sakað.

Slökkviliðsmenn eru enn á staðnum og er unnið að reykræstingu. Sem fyrr segir liggja engar upplýsingar að svo stöddu hvort einhverjar reyk- eða vatnskemmdir hafi orðið.

Að sögn SHS kviknaði í forvörsluverkstæði á fyrstu hæð safnsins.

Gott eldvarnakerfi er í húsinu og þá brást húsvörðurinn á staðnum hárrétt við að sögn varðstjóra hjá SHS. Hann sá um að koma út þeim fáu sem voru í húsinu þegar eldurinn kviknaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert