Alþingi samþykkti í dag frumvarp Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, um að skipaður verði sérstakur saksóknari til að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda og í tengslum við bankahrunið.
Samstaða var um frumvarpið og stóðu allir nefndarmenn í allsherjarnefnd að áliti og breytingartillögum, sem gerðar voru. Það var síðan samþykkt síðdegis í dag með 47 samhljóða atkvæðum.
Gert er ráð fyrir að skipað verði í embætti hins sérstaka saksóknara svo fljótt sem verða
má og embættið taki þá þegar til starfa.