Þingmaður gaf 500 þúsund krónur

Þingmaður, sem ekki vill láta nafns síns getið, lagði í gær 500 þúsund krónur inn á reikning Mæðrastyrksnefndar.

„Við erum óskaplegar þakklátar. Þessi þingmaður, sem bað um nafnleynd, hefur sýnt okkur velvild í gegnum árin og fylgst vel með okkar störfum,“ segir Aðalheiður Franzdóttir, framkvæmdastjóri nefndarinnar.

Í yfirlýsingu með gjöfinni sagði þingmaðurinn að hann vildi koma því á framfæri „að á Alþingi sæti ekki einangraður hópur sem hugsaði um það eitt að skara eld að sinni köku. Né heldur til að halda hlífiskildi yfir spillingu“.

Alþingismaðurinn kvaðst vona „að framlag hans yrði til hvatningar og fordæmis fyrir aðra að sýna í verki samstöðu og stuðning með þeim sem eiga nú og á næstunni um sárt að binda“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert