Fara á yfir lög á sviði fjármálamarkaðar

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra
Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Viðskiptaráðherra hefur óskað eftir tilnefningum í nefnd sem hann hyggst skipa til að fara yfir lög á sviði fjármálamarkaðar í ljósi þeirrar reynslu sem unnt er að draga af fjármálaáfallinu.  Stefnt er að endurskoðun víðtæku sviði, svo sem er varðar viðskipti starfsmanna við fjármálafyrirtæki, töku hlutabréfa fjármálafyrirtækja sem veð gegn láni, hlutverki, hæfisskilyrðum og reglur stjórna, krosseignarhald, takmarkanir á stóru áhættum og náin tengsl. 

Fylgst verði með þeirri vinnu sem fram fer nú á vegum Evrópusambandsins í tengslum við breytingar á reglum vegna fjármálaáfallsins í heiminum og greint hvaða breytingar gera þarf á íslenskum lögum vegna þeirra, að því er segir í tilkynningu.

Nefndin verður skipuð fulltrúum frá Fjármálaeftirlitinu, Samtökum  fjármálafyrirtækja og Samtökum fjárfesta, auk viðskiptaráðuneytis.   Nefndin skal veita þeim aðila upplýsingar sem ráðinn verður af íslenska ríkinu til að fara yfir reglur á sviði fjármálamarkaðar og eftirlit með þeim, í tengslum við samning við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, og taka mið af hans vinnu.

Nefndin skal hafa náið samráð við hagsmunaaðila og stjórnmálaflokka.  Þannig skal hún boða til samráðsfunda á meðan á vinnunni stendur og senda drög til umsagnar. Nefndin skal ljúka störfum eigi síðar en 15. apríl  næstkomandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert