Mannlíf fer í útgáfuhlé

Blöð og tímarit sem Birtíngur hefur gefið út.
Blöð og tímarit sem Birtíngur hefur gefið út.

Tímaritin Mannlíf og Golfblaðið sem Birtíngur útgáfufélag hefur gefið út hafa verið sett í útgáfuhlé. Fleiri skipulagsbreytingar hafa verið gerðar á útgáfu Birtíngs sem eru gerðar m.a. vegna mikillar hækkunar á pappír og öðrum aðföngum.

Í starfsmannapósti sem mbl.is hefur undir höndum segir að litið sé á allar breytingar sem tímabundnar og beðið er eftir betri tíð. 

„Mannlíf fer í útgáfuhlé og verður endurhannað – við stefnum á að koma aftur inn á markaðinn með Mannlíf í vor,“ segir í póstinum. Golfblaðið fer einnig í útgáfuhlé en óvíst er hvenær eða hvort það komi út aftur. Einnig verða Skakki turninn og Sagan öll sameinuð - bak í bak. Ritstjóri sameinaðs tímartis verður Ragnheiður Gyða Jónsdóttir.

Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á annarri útgáfu félagsins.
 
„Þrátt fyrir að við leikum stífan varnarleik með þessum aðgerðum þá erum við líka að hugsa um sóknartækifæri og munum sækja fram á við þegar líður á árið,“ segir í póstinum.

Sigurjón M. Egilsson ritstýrði Mannlíf.
Sigurjón M. Egilsson ritstýrði Mannlíf.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert