Kappræður formannsframbjóðenda

Formannsframbjóðendur á landsfundi Framsóknarflokksins
Formannsframbjóðendur á landsfundi Framsóknarflokksins mbl.is/Árni Sæberg

Nú standa yfir kappræður milli þeirra sem boðið hafa sig fram til embættis formanns Framsóknarflokksins á landsfundi flokksins. Eftirtaldir hafa boðið sig fram: Höskuldur Þórhallsson, Jón Vigfús Guðjónsson, Lúðvík Gizurarson, Páll Magnússon og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Lúðvík tekur hins vegar ekki þátt í kappræðunum. 

Almenn stjórnmálaumræða fór fram í morgun sem og vinna í málefnahópum.

Kl. 14:15 hefst afgreiðsla mála. Fyrst verða lagabreytingartillögur teknar fyrir. Þær fjalla m.a. um það að opna flokksþing fyrir öllum félagsmönnum, í stað þess að félögin velji sinn takmarkaða fjölda af þingfulltrúum hvert. Þá verða teknar fyrir lagabreytingartillögur sem gera ráð fyrir að frambjóðendur til formanns þurfi að fá meirihluta atkvæða, því þurfi að endurtaka kosningu milli tveggja efstu manna ef enginn fær meirihluta atkvæða. Önnur tillaga gerir ráð fyrir að hið sama eigi að gilda um embætti varaformanns og ritara.

Eftir að afgreiðslu lagabreytingartillagna er lokið verður hafist handa við afgreiðslu mála, jafnhliða munu nefndir funda, ef þær hafa ekki lokið störfum. Þingi verður síðan frestað kl. 17.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert