Gaf upp nafn tvíburabróður síns

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir umferðarlagabrot og rangar sakargiftir. Maðurinn var jafnframt sviptur ökuleyfi í þrjá mánuði auk þess sem hann þarf að greiða 75 þúsund kr. í sekt.

Maðurinn var stöðvaður á bifreiðastæði við Hofsbót á Akureyri að morgni dags í ágúst 2007. Hann hafði ekið bifreið undir áhrifum áfengis og án þess að hafa öðlast ökuréttindi. Maðurinn framvísaði hins vegar ökuskírteini eineggja tvíburabróður síns á staðnum.

Maðurinn játaði brot sitt skýlaust og var litið til þess við ákvörðun refsingar, en einnig þess að hann hefur ekki brotið af sér áður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert