Fagna hvalveiðum

Útvegsmannafélag Snæfellsness, stjórn Útvegsmannafélag Austfjarða og stjórn Útvegsbændafélags Vestmannaeyja hafa sent frá sér tilkynningar um að þau styðji við ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að heimila hvalveiðar í atvinnuskyni.

„Útvegsmannafélag Snæfellsness styður heilshugar þá ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að heimila hvalveiðar í atvinnuskyni í sumar."

„ Stjórn Útvegsmannafélag Austfjarða fagnar þeirri ákvörðun sjávarútvegsráðherra að gefa út hvalveiðikvóta og telur það gefa þessari ákvörðun aukið vægi að hún skuli vera til fimm ára."

„Stjórn Útvegsbændafélags Vestmannaeyja fagnar þeirri ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að heimila hvalveiðar í atvinnuskyni. Hvalveiðar hafa í för með sér atvinnusköpun og útflutningstekjur," að því er segir í ályktunum sem félögin hafa sent frá sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert