9.500 fengu atvinnuleysisbætur

mbl.is

Vinnumálastofnun greiddi út atvinnuleysistryggingar í dag til um 9.500 einstaklinga fyrir tímabilið 20. desember – 19. janúar. Karl Sigurðsson, forstöðumaður vinnumálasviðs, sagði að útborgunin hafi gengið vonum framar.

Vinnumálastofnun vakti athygli á því á heimasíðu sinni í dag að að þar sem umfang útborgunarinnar væri óvenju mikið þá mun það taka fram eftir degi fyrir stofnunina og banka að koma þessum greiðslum inn á bankareikninga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert