Prófkjör Sjálfstæðisflokks í SV 14. mars

Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.
Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.

Á fundi  í Kjördæmisráði  Sjálfstæðisflokksins í  Suðvesturkjördæmi sem lauk fyrir skömmu, var samþykkt að prófkjör í Suðvesturkjördæmi vegna uppröðunar á lista Sjálfstæðisflokksins við alþingiskosningarnar fari fram  14. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá kjördæmisráðinu.

Þátttaka í prófkjöri er heimil öllum fullgildum meðlimum sjálfstæðisfélaganna í kjör­dæm­inu sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri þegar prófkjörið fer fram. Einnig þeim stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosningarrétt í kjördæminu við kosning­arn­ar og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í kjördæminu fyrir lok kjör­fundar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert