Tók svefnlyf og ók af stað

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/ÞÖK

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu á fertugsaldri til að greiða 70 þúsund krónur í sekt fyrir umferðarlagabrot. Konan var einnig svipt ökuleyfi í fjóra mánuði. Konan sagðist hafa tekið eina svefntöflu þremur tímum fyrir aksturinn en sannað þótti að töflurnar hafi verið þrjár.

Akstur konunnar var stöðvaður í Dalsmára í Kópavogi en tilkynnt hafði verið um konu í annarlegu ástandi við verslun Select við Hagasmára. Þegar lögreglumaður kom að bifreið konunnar átti hún erfitt með að skrúfa niður rúðuna og læsti ýmist bifreiðinni eða skrúfaði hliðarrúðuna upp og niður. Á vettvangi sagðist hún þreytt sökum vöku í lengri tíma.

Konan hefur ekki áður sætt refsingu. Henni var gert að greiða sekt til ríkissjóðs og um 180 þúsund krónur í sakarkostnað.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert