Mannauður í heilbrigðisþjónustu skoðaður

Skortur á heilbrigðisstarfsfólki verður meðal umræðuefna á ráðstefnunni.
Skortur á heilbrigðisstarfsfólki verður meðal umræðuefna á ráðstefnunni. Þorkell Þorkelsson

Alþjóðasamtök lækna, WMA, standa nk. sunnudag og mánudag fyrir ráðstefnu á Íslandi. Er þetta í fyrsta skipti sem að samtökin funda hér á landi og er  umfjöllunarefnið „Mannauður í heilbrigðisþjónustu og framtíð heilbrigðisþjónustunnar“

Verður þar m.a. fjallað um tilfærslu verkefna innan heilbrigðisþjónustunnar til að bregðast við alvarlegum skorti á heilbrigðisstarfsfólki.

Færa má fyrir því rök að það umræðuefni sé mörgum innan heilbrigðiskerfisins hugleikið. Er þannig á vef Læknafélags Íslands nú af finna umfjöllun um andvaraleysi stjórnvalda og því haldið fram að það kunni að leiða til alvarlegs læknaskorts hér á landi í náinni framtíð. Segir í greininni að sérfræðingar sem lokið hafi sérnámi fresti nú heimkomu. Sérfræðingar sem nýfluttir séu heim séu þegar farnir að flýja land og læknar sem hafa lokið grunnnámi sínu leiti í stórum stíl leiða til að komast fyrr út í sérnám. Í nýjasta hefti Læknablaðsins, sé  þá að finna 5 auglýsingar frá erlendum sjúkrahúsum.

Auk liðlega 50 fulltrúa erlendra læknafélaga munu einnig taka þátt í ráðstefnunni fulltrúar frá alþjóðasamtökum annarra heilbrigðisstétta og fulltrúar sambærilegra fagfélaga hér á landi. Ráðstefnan verður sett af  Dr. Jón Snædal fráfarandi formanni samtakanna og mun heilbrigðisráðherra, Ögmundur Jónasson, ávarpar samkomuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert