Tók 11 tíma að koma bíl á réttan kjöl

Um kvöldmatarleytið í gær var tilkynnt til lögreglu á Vestfjörðum um bílveltu í Ennishálsi á Ströndum en þar valt flutningabíll á hliðina og lokaði veginum, veður og aðstæður mjög slæmar á vettvangi. Björgunarsveit kom þar til aðstoðar og þurfti að fá kranabíla úr Reykjavík til að koma bílnum á hjólin aftur og var því verki ekki lokið fyrr en um kl. 06:00 í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert