Nýir leiðtogar stíga fram

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. mbl.is/Golli

 „Það eru að verða skýr kynslóðaskipti í forystu Sjálfstæðisflokksins,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, varðandi niðurstöður prófkjara sjálfstæðismanna um helgina. En bæði Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson unnu örugga sigra í sínum prófkjörum.

Þá segir Ólafur jafnframt að það hafi verið verulegur áfangi fyrir Árna Pál Árnason að ná efsta sætinu í Suðvesturkjördæmi fyrir Samfylkinguna. Árni tilheyri nýrri kynslóð Samfylkingarleiðtoga.  

„Það er mjög eftirtektarvert að það er að birtast ný leiðtogasveit [Sjálfstæðisflokksins] með Bjarna Benediktsson og Illuga [Gunnarsson],“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, spurður út í helstu prófkjörstíðindi helgarinnar, en þá fóru fram hvorki meira né minna en níu prófkjör um land allt.

Ólafur segir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem hafnaði í öðru sæti í Kraganum, hafi fengið góða kosningu miðað við hve mjög hafi verið sótt að henni að undanförnu.

Þá segir hann að gott gengi Ragnheiðar Ríkharðsdóttur í Kraganum sé einnig eftirtektarvert, en hún sóttist eftir þriðja sætinu sem hún fékk. Hann bendir á að hún hafi verið mjög gagnrýnin á forystu sjálfstæðismanna og síðustu ríkisstjórn. „Maður vissi ekki hvort hún yrði látin gjalda þess í prófkjörinu, en svo virðist alls ekki vera.“

Árni Páll Árnason sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. „Það er verulegur áfangi fyrir hann að ná efsta sætinu í Kraganum fyrir Samfylkinguna,“ segir Ólafur. Árni tilheyri nýrri kynslóð Samfylkingarleiðtoga.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert