Tvö innbrot í bústaði í Grímsnesi

Brotist var inn í tvo sumarbústaði í Grímsnesi í nótt. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er ekki vitað hverjir voru að verki og á eftir að staðfesta hversu mikið var haft á brott, enda hafa eigendur bústaðanna enn ekki komist á staðinn.

Einn ökumaður var tekinn grunaður um ölvun við akstur á Akureyri í nótt. Að sögn varðstjóra fékk hann að fara heim að lokinni sýnatöku. Hann var ekki sviptur leyfinu á staðnum en hans bíður þó ökuleyfismissir ef niðurstöður rannsókna staðfesta ölvun við akstur.

Nóttin var að öðru leyti mjög róleg hjá allflestum lögregluembættum á landinu í nótt og í morgun, en sömu sögu er að segja hjá Landhelgisgæslunni, sem ekki þurfti að sinna neinum útköllum í nótt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert