Lögreglan lokaði bruggverksmiðju

Frá aðgerðum lögreglu að Stórhöfða í dag.
Frá aðgerðum lögreglu að Stórhöfða í dag. mbl.is/Golli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist nú síðdegis til inngöngu í iðnaðarhúsnæði að Stórhöfða í Reykjavík vegna gruns um að þær væri ólögleg bruggverksmiðja. Grunur lögreglu reyndist á rökum reistur og hefur einn verið handtekinn í tengslum við málið.

„Þetta er nú bara venjulegur dagur hjá okkur,“ sagði Stefán Eiríksson, lögregustjóri á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is. Hann var á svæðinu ásamt norrænum lögreglunemum sem kynntu sér störf íslensku lögreglunnar.

Ekki liggur fyrir að svo stöddu hversu mikið magn af ólöglegu áfengi lögreglan hefur lagt hald á. 

Um 10 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert