Kannabisræktendur enn í haldi

Greinilegt er á aðstæðum að menn kunnu vel til verka …
Greinilegt er á aðstæðum að menn kunnu vel til verka við ræktunina, sem var afar umfangsmikil. mbl.is/Kristinn

Tveir karlmenn eru enn í haldi lögreglu sem voru handteknir í gærkvöld í tengslum stærsta kannabisfund lögreglunnar frá upphafi. Að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnalögreglunnar, verður skýrslutökunum haldið áfram í dag.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði starfsemina sem fór fram í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi, n.t.t  Melunum ofan við Vesturlandsveg, norðan Leiruvegar og Varmadalsvegar.Um 10 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum.

Við húsleit á áðurnefndum stað fundust hundruð kannabisplantna á ýmsum stigum ræktunar. Mennirnir  voru á staðnum þegar lögreglan kom á vettvang. Það var tekin af þeim skýrsla í gærkvöldi. Því verður haldið áfram í dag.

Að sögn Karls Steinars liggur ekki fyrir að svo stöddu hversu margar plöntur lögreglan lagði hald á. En hún lagði jafnframt hald á fullkominn tækjabúnað, sem var notaður við ræktunina. 

„Það er enginn vafi á því að þetta er það stærsta sem við höfum nokkurn tíma tekið,“ sagði Karl Steinar í samtali við mbl.is í gærkvöldi.

Hann telur líklegt að kannabisplöntur hafi verið ræktaðar í húsnæðinu í nokkur ár. „Þessi hefur verið starfandi lengi, sýnist okkur,“ sagði hann.

Aðspurður segir Karl Steinar að kannabisræktun hafi verið að færast í aukana á Íslandi undafarin ár. Það sé í takt við það sem sé að gerast á Norðurlöndunum. „Bæði á Norðurlöndunum og í Evrópu hefur verið aukin ræktun á kannabisplöntum innandyra og utandyra í þeim löndum sem hafa veðurfar til þess.“

Karl Steinar segir að lögreglan hafi lokað um 20 stöðum, þar sem kannabisplöntur hafa verið ræktaðar, á síðustu vikum og mánuðum.

 


Að sögn lögreglu er greinilegt að kannabisplöntu hafa verið ræktaðar …
Að sögn lögreglu er greinilegt að kannabisplöntu hafa verið ræktaðar í húsnæðinu í nokkur ár. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert