76 fyrirtæki gjaldþrota í febrúar

Í febrúar 2009 voru 76 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 56 fyrirtæki í febrúar 2008, sem jafngildir tæplega 36% aukningu á milli ára. Á vef Hagstofunnar segir að flest gjaldþrot hafi verið í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð eða 19 og 15 í heild- og smásöluverslun, viðgerðum á vélknúnum ökutækjum.

Fyrstu tvo mánuði ársins 2009 er fjöldi gjaldþrota 149 en fyrstu tvo mánuði ársins 2008 voru gjaldþrotin 97 sem jafngildir tæplega 54% aukningu milli ára.

Frétt Hagstofunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka