Greiðslur úr 200 þúsund krónum í 180 þúsund

mbl.is

Nokkrir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt skerðingu á réttindum sjóðfélaga, vegna áfalla á fjármálamörkuðum. Algengt er að réttindi verði skert um 10%.

Þeir sem í dag vænta t.d. 200 þúsund króna á mánuði í lífeyri eftir ákveðinn tíma verða að gera ráð fyrir einungis 180 þúsund krónum, miðað við núverandi verðlag og 10% skerðingu.

Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að þegar litið er til lífeyrissjóðakerfisins í heild megi ætla að skerðingin verði að jafnaði í kringum 5% .

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert