Sóknarnefnd leggst gegn endurkomu Gunnars

Selfosskirkja.
Selfosskirkja. mbl.is/Ómar

Í desember síðastliðnum sendi sóknarnefnd Selfosskirkju biskupi Íslands trúnaðarbréf. Þar var þess óskað að séra Gunnar Björnsson snéri ekki aftur til starfa í Selfosskirkju. Þetta kemur fram í Sunnlenska fréttablaðinu.

Þar segir að Gunnar hyggist taka við embætti sóknarprests þann 1. maí næstkomandi, eftir að hafa verið sýknaður í Hæstarétti af ákærum um að særa blygðunarkennd tveggja sóknarbarna.
 
„Við sendum biskupi bréfið eftir að dómur féll í Héraðsdómi. Það er óumdeilt að hegðun hans var ósæmandi embættinu. Forsenda sýknudóms var að orð stóð gegn orði. Sóknarnefnd ákvað að börnin skyldu njóta vafans,“ segir Eysteinn Ó. Jónasson, formaður sóknarnefndar, í samtali við Sunnlenska fréttablaðið.

Í sóknarnefnd Selfosskirkju sitja auk hans: Björn Gíslason, Erla Rúna Kristjánsdóttir, Friðsemd Eiríksdóttir, Guðmundur Búason, Sigríður Bergsteinsdóttir, María Kjartansdóttir, Sigurjón Þ. Erlingsson og Þórður Stefánsson.

Biskupsstofa tilkynnir  afstöðu sína varðandi bréfið nú í vikunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert