Þriðjungi fleiri grásleppuveiðimenn eru byrjaðir veiðar nú en á sama tíma í fyrra. Í dag voru 129 grásleppubátar á sjó en þrálát bræla hefur hamlað veiðum.
Á vef Landssambands smábátaeigenda segir að grásleppuveiðimenn á Norðurlandi sjái nú loksins fyrir endann á veðurhamnum sem þar hefur geisað. Algengt sé að ekki hafi gefið á sjó í eina viku. Veiðimenn sem Landssamband smábátaeigenda ræddi við í dag sögðu að brælan hefði örugglega valdið þeim miklu netatjóni auk aflamissis á góðum veiðitíma.
Rúmur helmingur þeirra sem byrjaðir eru, stunda veiðar úti fyrir Norðurlandi eða á svæði E, sem afmarkast frá Skagatá austur að Fonti. Fyrir sunnan Langanes hafa 28 bátar hafið veiðar sem er 12 bátum fleira en í fyrra.
Vefur Landssambands smábátaeigenda