Vargar rústuðu æfingasvæði SHS

mbl.is/Júlíus

Æfingasvæði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var eyðilagt aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Gámar sem notaðir eru til reykköfunaræfinga voru sprengdir og kveikt í þeim. Tjónið hleypur á milljónum króna. Ekki er vitað hverjir þarna voru að verki.

Æfingasvæði SHS er við svokallað Leirtjörn við rætur Úlfarsfells. Þar hefur slökkviliðið á undanförnum árum byggt upp æfingaaðstöðu fyrir liðsmenn sína og annarra slökkviliða landsins. Ennfremur hafa þeir sem sækja námskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna, æft brunavarnaþátt námskeiðanna á æfingasvæði SHS.´

Skemmdarfýsnin með ólíkindum

„Við fengum útkall aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Þegar við komum að þá var megnið af þessu brunnið. Það tók um klukkutíma að slökkva það sem slökkva þurfti,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.

Hann segir aðkomuna hafa verið nöturlega, skemmdarfíkn þeirra sem þarna voru að verki hafi verið með ólíkindum. Allt var eyðilagt sem hægt var að eyðileggja. Meira að segja voru girðingar umhverfis svæðið rifnar niður.

„Þarna voru engin börn að verki, það kæmi mér að minnsta kosti mjög á óvart. Þetta er alveg skelfilegt mál fyrir öll slökkvilið landsins. Þarna vorum við með gámasamstæður til að æfa reykköfun við mismunandi aðstæður og hitastig. Það voru ekki geymd þarna verðmæt reykköfunartæki eða annað slíkt en aðstaðan sem við höfum skapað þarna og lágmarksbúnaður sem tengist æfingunum er allt farið. Þetta er stórmál. Þarna er búið að eyðileggja æfingasvæði slökkviliðsins. Tjónið hleypur á milljónum króna hið minnsta. Nú þarf ég að finna einhverjar leiðir til að skapa aðstöðu fyrir mína menn. Sem betur fer eru útköll vegna stórbruna ekki á hverjum degi þannig við verðum að æfa okkur líkt og þarna var gert,“ segir Jón Viðar.

Æfum okkur ekki í útköllum

Hann segir störf slökkviliðsmanna háð því að menn séu búnir að þjálfa sig áður en útkallið kemur. Þeir búi ekki við þann munað að geta þjálfað sig í útköllunum sjálfum. Þá eigi þeir að vera til alls búnir.

„Það eru bæði ákvæði í lögum og reglugerðum þess efnis að slökkviliðsstjóri ber ábyrgð á að hans menn fái þá þjálfun sem er æskileg miðað við þjónustu sem viðkomandi slökkvilið veitir. Þetta er það svæði sem við nýttum til að uppfylla þessi ákvæði. Og þarna hafa slökkviliðsmenn víða að af landinu fengið þjálfun. Það eru fá svona svæði á landinu og þetta var það eina af þessari stærðargráðu,“ segir Jón Viðar Matthíasson.

Hann segir svæði líkt og var við rætur Úlfarsfells að því leytinu betra að þarna geti slökkviliðsmenn búið til mismunandi aðstæður og haft stjórn á þeim. Í gömlum húsum sem stundum eru nýtt til æfinga áður en þau eru rifin, sé erfiðara að hafa stjórn á hlutunum.

Tímafrekt að byggja nýja æfingaaðstöðu

Jón Viðar segir ekki ljóst hvort byggt verður upp á sama svæði eða á nýjum stað. Það megi þó ekki vera of langt frá starfssvæði slökkviliðsins þannig að komi niður á útkallstíma, því slökkviliðsmenn stundi líka æfingar á vinnutíma.

„Það mun taka langan tíma að byggja upp nýja aðstöðu. Jafnvel þó við hefðum ótakmarkað fjármagn þá tekur það okkur sex til tólf mánuði að byggja upp sambærilega aðstöðu. Á meðan erum við án æfingasvæðis. Ég get þó fullyrt að við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að þjónusta okkar svæði jafnvel og áður, þrátt fyrir þessa hörmulegu uppákomu,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri SHS.

Frá æfingu SHS við Úlfarsfell
Frá æfingu SHS við Úlfarsfell
Frá æfingu SHS við Úlfarsfell.
Frá æfingu SHS við Úlfarsfell.
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri SHS.
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri SHS. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Erfitt að misnota gallann

13:07 Netöryggissérfræðingar telja að erfitt sé að misnota galla í þráðlausum tengingum sem tilkynnt var um í gær. Til þess þarf bæði talsverða þekkingu og búnað auk þess sem netumferð er dulkóðuð á öðrum stigum. Meira »

Meira samstarf við Ísland eftir Brexit

12:25 Hvers vegna eru Bretar að yfirgefa Evrópusambandið? Þessari spurningu varpaði Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, fram í upphafi erindis sem hann flutti í morgun á fundi á vegum Félags atvinnurekenda þar sem rætt var um útgöngu landsins úr sambandinu. Meira »

Björk greinir nánar frá áreitninni

12:07 Björk Guðmundsdóttir hefur tjáð sig frekar um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi danska leikstjórans Lars von Trier. „Í anda #metoo langar mig að styðja konur um heim allan og greina frekar frá minni reynslu með danska leikstjóranum,“ skrifar Björk. Meira »

Ræða veiðigjald og strandveiðar

11:47 Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík 19. og 20. október og er fundurinn sá 33. í röðinni frá stofnun LS. Axel Helgason, formaður LS, setur fundinn á fimmtudag kl. Meira »

Björt framtíð fordæmir lögbannið

11:09 Björt framtíð lýsir þungum áhyggjum af stöðu lýðræðis í landinu í kjölfar þess að lögbann var sett á fréttaflutning af tengslum stjórnmálafólks og viðskiptalífs, þar sem hindruð hefur verið miðlun upplýsinga er varðar almannahag. Meira »

„Finnum fyrir miklum stuðningi“

10:46 „Málið er formlega í höndum slitabús Glitnis. Þeir hafa eina viku til að ákveða hvort þeir fari með málið fyrir héraðsdóm til að freista þess að fá lögbannið staðfest,“ segir Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar í samtali við mbl.is. Meira »

Nefndin fundar vegna lögbannsins

10:22 Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur móttekið beiðni þingmanna Pírata og VG í nefndinni um fund vegna lögbanns sýslumannsins í Reykja­vík á um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar og Reykja­vík Media unna úr gögn­um inn­an úr Glitni. Stefnt er að því að fundur verði haldinn á fimmtudagsmorgun. Meira »

„Léleg í langtímaþjónustu“

10:30 „Við erum góð í bráðaþjónustu en léleg í langtímaþjónustu,“ sagði Guðlaug Kristjánsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar, á málþingi SVF um stefu í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

Nýr hjólastígur um Elliðaárdal

10:12 Vinna stendur nú yfir við nýjan hjólastíg í Elliðaárdal. Sígurinn verður 1.650 metrar að lengd og liggur þar sem reiðstígur lá áður, á milli Sprengisands að stífu í Elliðaárdal við Höfðabakka. Meira »

Vél Icelandair lýsti yfir neyðarástandi

10:12 Flugvél Icelandair sem var á leið frá frá Keflavík til München í Þýskalandi lýsti yfir neyðarástandi yfir Bretlandseyjum í morgun. Meira »

Ekki heyrt af lögbanni gegn Guardian

09:06 Jon Henley, blaðamaður The Guardian, segist í samtali við mbl.is ekki hafa heyrt af því að farið hafi verið fram á lögbann á fréttaflutning fjölmiðilsins í Bretlandi upp úr gögnum gamla Glitnis. Meira »

Vorum engir vinir segir von Trier

08:52 Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier hafnaði í gær ásökunum Bjarkar Guðmundsdóttur um að hann hefði áreitt hana kynferðislega við gerð myndarinnar Dancer in the Dark. Meira »

Frambjóðendur ræða um íslenskan iðnað

08:20 Fulltrúar allra flokka sem bjóða fram til alþingiskosninga munu ræða um þau málefni sem eru brýnust fyrir samkeppnishæfni íslensks iðnaðar í Kaldalóni í Hörpu í dag. Hægt er að sjá beina útsendingu frá fundinum hér á mbl.is. Meira »

Örorku- og ellilífeyrisþegum fjölgar

07:57 Elli- og örorkulífeyrisþegum hefur fjölgað gríðarlega hjá Tryggingastofnun ríkisins á síðustu tveim áratugum. Ellilífeyrisþegum hefur fjölgað um tæp 32% og örorkulífeyrisþegum um 129% frá árinu 1997 og fram til dagsins í dag. Meira »

Hvasst í hviðum á Vesturlandi

07:22 Spáð er hviðum á Kjalarnesi, við Hafnarfjall, á norðanverðu Snæfellsnesi og undir Eyjafjöllum með kvöldinu og áfram í nótt og á morgun. Meira »

Flokkarnir nota samfélagsmiðlana

08:18 Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmálafræðingur, sem starfar sem verkefnastjóri yfir upplýsingamálum og viðburðum hjá Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, segir að stjórnmálaflokkarnir séu í ríkara mæli að heyja kosningabaráttu sína á samfélagsmiðlum, en ekki í hinum hefðbundnu fjölmiðlum, dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi. Meira »

Tvær tillögur til kynningar

07:37 Lagfæring hliðarsvæða og breikkun axla við veg sem milda myndu allt hnjask þegar bíl er ekið út af er góð leið til þess að auka umferðaröryggi á Grindavíkurvegi. Þá gæti einnig virkað vel að koma upp sjálfvirku eftirliti til þess að halda umferðarhraða niðri. Meira »

Sendiherra Svía veldur fjaðrafoki

07:00 Nýr sendiherra Svía á Íslandi hefur valdið nokkru fjaðrafoki eftir að hann varaði við því að lýðræði væri smátt og smátt að liðast í sundur í Svíþjóð og tækniveldi eða ofríki að taka völdin. Hann segir að þetta sé ekki rétt haft eftir sér og hann telji alls ekki að Svíþjóð verði einræðisríki. Meira »
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Fornhjól til sölu
Súkka 81 Gs 1000 L til sölu frábært hjól ekið aðeins 13000. m eð ca 20,000 km e...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
L helgafell 6017101119 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101119 IV/V Mynd af ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...