Vargar rústuðu æfingasvæði SHS

mbl.is/Júlíus

Æfingasvæði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var eyðilagt aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Gámar sem notaðir eru til reykköfunaræfinga voru sprengdir og kveikt í þeim. Tjónið hleypur á milljónum króna. Ekki er vitað hverjir þarna voru að verki.

Æfingasvæði SHS er við svokallað Leirtjörn við rætur Úlfarsfells. Þar hefur slökkviliðið á undanförnum árum byggt upp æfingaaðstöðu fyrir liðsmenn sína og annarra slökkviliða landsins. Ennfremur hafa þeir sem sækja námskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna, æft brunavarnaþátt námskeiðanna á æfingasvæði SHS.´

Skemmdarfýsnin með ólíkindum

„Við fengum útkall aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Þegar við komum að þá var megnið af þessu brunnið. Það tók um klukkutíma að slökkva það sem slökkva þurfti,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.

Hann segir aðkomuna hafa verið nöturlega, skemmdarfíkn þeirra sem þarna voru að verki hafi verið með ólíkindum. Allt var eyðilagt sem hægt var að eyðileggja. Meira að segja voru girðingar umhverfis svæðið rifnar niður.

„Þarna voru engin börn að verki, það kæmi mér að minnsta kosti mjög á óvart. Þetta er alveg skelfilegt mál fyrir öll slökkvilið landsins. Þarna vorum við með gámasamstæður til að æfa reykköfun við mismunandi aðstæður og hitastig. Það voru ekki geymd þarna verðmæt reykköfunartæki eða annað slíkt en aðstaðan sem við höfum skapað þarna og lágmarksbúnaður sem tengist æfingunum er allt farið. Þetta er stórmál. Þarna er búið að eyðileggja æfingasvæði slökkviliðsins. Tjónið hleypur á milljónum króna hið minnsta. Nú þarf ég að finna einhverjar leiðir til að skapa aðstöðu fyrir mína menn. Sem betur fer eru útköll vegna stórbruna ekki á hverjum degi þannig við verðum að æfa okkur líkt og þarna var gert,“ segir Jón Viðar.

Æfum okkur ekki í útköllum

Hann segir störf slökkviliðsmanna háð því að menn séu búnir að þjálfa sig áður en útkallið kemur. Þeir búi ekki við þann munað að geta þjálfað sig í útköllunum sjálfum. Þá eigi þeir að vera til alls búnir.

„Það eru bæði ákvæði í lögum og reglugerðum þess efnis að slökkviliðsstjóri ber ábyrgð á að hans menn fái þá þjálfun sem er æskileg miðað við þjónustu sem viðkomandi slökkvilið veitir. Þetta er það svæði sem við nýttum til að uppfylla þessi ákvæði. Og þarna hafa slökkviliðsmenn víða að af landinu fengið þjálfun. Það eru fá svona svæði á landinu og þetta var það eina af þessari stærðargráðu,“ segir Jón Viðar Matthíasson.

Hann segir svæði líkt og var við rætur Úlfarsfells að því leytinu betra að þarna geti slökkviliðsmenn búið til mismunandi aðstæður og haft stjórn á þeim. Í gömlum húsum sem stundum eru nýtt til æfinga áður en þau eru rifin, sé erfiðara að hafa stjórn á hlutunum.

Tímafrekt að byggja nýja æfingaaðstöðu

Jón Viðar segir ekki ljóst hvort byggt verður upp á sama svæði eða á nýjum stað. Það megi þó ekki vera of langt frá starfssvæði slökkviliðsins þannig að komi niður á útkallstíma, því slökkviliðsmenn stundi líka æfingar á vinnutíma.

„Það mun taka langan tíma að byggja upp nýja aðstöðu. Jafnvel þó við hefðum ótakmarkað fjármagn þá tekur það okkur sex til tólf mánuði að byggja upp sambærilega aðstöðu. Á meðan erum við án æfingasvæðis. Ég get þó fullyrt að við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að þjónusta okkar svæði jafnvel og áður, þrátt fyrir þessa hörmulegu uppákomu,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri SHS.

Frá æfingu SHS við Úlfarsfell
Frá æfingu SHS við Úlfarsfell
Frá æfingu SHS við Úlfarsfell.
Frá æfingu SHS við Úlfarsfell.
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri SHS.
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri SHS. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Veður með allra órólegasta móti

06:58 Hörkufrost var í nótt á Suður- og Vesturlandi enda léttskýjað en síðdegis er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og það þykknar upp. Veður verður með allra órólegasta móti í Evrópu í dag að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Vatnsleki í Breiðholtsskóla

06:51 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna vatnsleka í Breiðholtsskóla.   Meira »

Ferðalagið breyttist snögglega

06:45 Ferðalag slóvakískrar konu og vinkonu hennar um Ísland breyttist snögglega er þær lentu í hörðum árekstri við snjóruðningstæki í grennd við Vík í Mýrdal þann 16. nóvember síðastliðinn. Önnur þeirra liggur enn á Landspítalanum í Fossvogi, en heldur heim á leið í vikunni. Meira »

Andlát: Jón Hjaltason

05:30 Jón Hjaltason, hæstaréttarlögmaður í Vestmannaeyjum, lést í Sóltúni í Reykjavík 8. desember síðastliðinn, 93 ára að aldri.  Meira »

Andlát: Axel Gíslason forstjóri

05:30 Axel Gíslason, fyrrverandi, forstjóri Vátryggingafélags Íslands – VÍS, lést síðastliðinn laugardag á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Hann var 72 ára að aldri. Meira »

Aukinn hegðunarvandi í skólum

05:30 Starfsumhverfi kennara er í mörgum grunnskólum talið ófullnægjandi. Þetta er ein niðurstaða samantektar samstarfsnefndar sveitarfélaga og grunnskólakennara sem kannaði starfsumhverfi kennara og vinnumat í skólum. Meira »

Gefa út fiskeldisleyfi á næstunni

05:30 Á annan tug umsókna um starfs- og rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi er í vinnslu hjá Matvælastofnun og Umhverfisstofnun.  Meira »

Engin merki sjást um eldgos

05:30 Eldfjallafræðingur segir engin merki um eldgos í Skjaldbreið þótt þar gangi nú jarðskjálftahrina yfir. Meira þurfi til að koma til að menn fari að búa sig undir slíkt. Meira »

Áhyggjur í Grafarvogi af innbrotum

05:30 „Þetta var mjög vel heppnaður og góður fundur. Það var gott að eiga samtal við fulltrúa frá lögreglunni í nærumhverfi,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, um fund sem félagið stóð fyrir á laugardag. Meira »

Góði hirðirinn sprunginn

05:30 Aldrei hefur meiri úrgangur borist inn á endurvinnslustöðvar Sorpu en nú í ár. Þykir þetta magn til marks um aukið góðæri í þjóðfélaginu og slær meira að segja út hið alræmda ár 2007. Meira »

Stjórnarandstaðan svarar í dag

05:30 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hittast væntanlega á fundi í dag til að taka afstöðu til boðs ríkisstjórnarflokkanna um að stýra þremur fastanefndum Alþingis og þremur alþjóðanefndum og tilnefna fólk í ákveðin embætti varaformanna. Meira »

Verkfall hefur ekki áhrif hjá WOW air

05:30 Kjarasamningar Flugvirkjafélags Íslands við WOWair runnu út í október. Óskar Einarsson formaður segir að viðræður standi yfir og ekkert bendi til annars en að þær leiði til samninga. Meira »

Vörðu heimsmeistaratitil sinn í dansi

05:30 Pétur Gunnarsson og Polina Oddr báru sigur úr býtum í heimsmeistaramótinu í suðuramerískum dönsum 21 árs og yngri sem haldið var í París um helgina. Meira »

„Crossfit bjargaði lífi mínu“

Í gær, 21:06 Fjórir dagar eru í settan dag hjá dr. Önnu Huldu Ólafsdóttur, lektor við verkfræðideild HÍ, og afrekskonu í crossfit. Það stoppar hana hins vegar ekki í því að gera upphífingar, ketilbjöllusveiflur og hnébeygjur með lóðum. Hún hefur deilt myndböndum af æfingunum og fengið góð viðbrögð, langoftast. Meira »

Tafðist í fjóra tíma í Frankfurt

Í gær, 19:08 Þrjár flugvélar Icelandair hafa tekið á loft eftir að hafa setið fastar á flugvöllum í Evrópu vegna ísingar. Á flugvellinum í Frankfurt voru miklar tafir og sat flugvél Icelandair föst í fjóra tíma. Meira »

Hlýnar í veðri

Í gær, 23:01 Eftir nokkra jökulkalda daga á landinu er nú von á að það taki að hlýna í veðri.   Meira »

„Þarna er ég að skjóta Rússa“

Í gær, 19:48 „Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Meira »

NASA gerði undanþágu vegna Öræfajökuls

Í gær, 19:04 Sigketillinn í Öræfajökli hefur víkkað og sprungumynstrið er orðið greinilegra eins og sjá má á nýjum gervitunglamyndum af jöklinum. NASA hefur gert sérstaka undanþágu og myndað jökulinn utan úr geimnum við aðstæður sem yfirleitt er ekki myndað í. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
Ukulele
...
Jólakort til styrktar langveikum börnum
Bumbuloní Jólakort og Merkimiðar. Allur ágóði rennur til styrktar fjölskyldum l...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. K...
Styrkir virk
Styrkir
Styrkir VIRK Virk starfsendurhæfingar...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...