Vargar rústuðu æfingasvæði SHS

mbl.is/Júlíus

Æfingasvæði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var eyðilagt aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Gámar sem notaðir eru til reykköfunaræfinga voru sprengdir og kveikt í þeim. Tjónið hleypur á milljónum króna. Ekki er vitað hverjir þarna voru að verki.

Æfingasvæði SHS er við svokallað Leirtjörn við rætur Úlfarsfells. Þar hefur slökkviliðið á undanförnum árum byggt upp æfingaaðstöðu fyrir liðsmenn sína og annarra slökkviliða landsins. Ennfremur hafa þeir sem sækja námskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna, æft brunavarnaþátt námskeiðanna á æfingasvæði SHS.´

Skemmdarfýsnin með ólíkindum

„Við fengum útkall aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Þegar við komum að þá var megnið af þessu brunnið. Það tók um klukkutíma að slökkva það sem slökkva þurfti,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.

Hann segir aðkomuna hafa verið nöturlega, skemmdarfíkn þeirra sem þarna voru að verki hafi verið með ólíkindum. Allt var eyðilagt sem hægt var að eyðileggja. Meira að segja voru girðingar umhverfis svæðið rifnar niður.

„Þarna voru engin börn að verki, það kæmi mér að minnsta kosti mjög á óvart. Þetta er alveg skelfilegt mál fyrir öll slökkvilið landsins. Þarna vorum við með gámasamstæður til að æfa reykköfun við mismunandi aðstæður og hitastig. Það voru ekki geymd þarna verðmæt reykköfunartæki eða annað slíkt en aðstaðan sem við höfum skapað þarna og lágmarksbúnaður sem tengist æfingunum er allt farið. Þetta er stórmál. Þarna er búið að eyðileggja æfingasvæði slökkviliðsins. Tjónið hleypur á milljónum króna hið minnsta. Nú þarf ég að finna einhverjar leiðir til að skapa aðstöðu fyrir mína menn. Sem betur fer eru útköll vegna stórbruna ekki á hverjum degi þannig við verðum að æfa okkur líkt og þarna var gert,“ segir Jón Viðar.

Æfum okkur ekki í útköllum

Hann segir störf slökkviliðsmanna háð því að menn séu búnir að þjálfa sig áður en útkallið kemur. Þeir búi ekki við þann munað að geta þjálfað sig í útköllunum sjálfum. Þá eigi þeir að vera til alls búnir.

„Það eru bæði ákvæði í lögum og reglugerðum þess efnis að slökkviliðsstjóri ber ábyrgð á að hans menn fái þá þjálfun sem er æskileg miðað við þjónustu sem viðkomandi slökkvilið veitir. Þetta er það svæði sem við nýttum til að uppfylla þessi ákvæði. Og þarna hafa slökkviliðsmenn víða að af landinu fengið þjálfun. Það eru fá svona svæði á landinu og þetta var það eina af þessari stærðargráðu,“ segir Jón Viðar Matthíasson.

Hann segir svæði líkt og var við rætur Úlfarsfells að því leytinu betra að þarna geti slökkviliðsmenn búið til mismunandi aðstæður og haft stjórn á þeim. Í gömlum húsum sem stundum eru nýtt til æfinga áður en þau eru rifin, sé erfiðara að hafa stjórn á hlutunum.

Tímafrekt að byggja nýja æfingaaðstöðu

Jón Viðar segir ekki ljóst hvort byggt verður upp á sama svæði eða á nýjum stað. Það megi þó ekki vera of langt frá starfssvæði slökkviliðsins þannig að komi niður á útkallstíma, því slökkviliðsmenn stundi líka æfingar á vinnutíma.

„Það mun taka langan tíma að byggja upp nýja aðstöðu. Jafnvel þó við hefðum ótakmarkað fjármagn þá tekur það okkur sex til tólf mánuði að byggja upp sambærilega aðstöðu. Á meðan erum við án æfingasvæðis. Ég get þó fullyrt að við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að þjónusta okkar svæði jafnvel og áður, þrátt fyrir þessa hörmulegu uppákomu,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri SHS.

Frá æfingu SHS við Úlfarsfell
Frá æfingu SHS við Úlfarsfell
Frá æfingu SHS við Úlfarsfell.
Frá æfingu SHS við Úlfarsfell.
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri SHS.
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri SHS. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þyrlan sótti konu í Bláhnjúk

15:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slasaðrar konu á Bláhnjúk. Konan hrasaði við göngu. Björgunarsveitarmenn á Hálendisvakt í Landmannalaugum aðstoðuðu konuna en það reyndist svo krefjandi verkefni að koma konunni af vettvangi að sjúkrabifreið að ákveðið var að kalla til þyrluna, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Meira »

„Óskapnaðurinn“ er Íslandsvinur

15:00 Regnkápa Margrétar Þórhildar Danadrottningar er umdeild í Danmörku, en svo virðist að þetta sé sama kápan og drottningin skrýddist þegar hún kom hingað til lands 1994. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Keflavík

14:13 Maður­inn sem lést eftir vinnuslys í Plast­gerð Suður­nesja í gær var fæddur árið 1985.   Meira »

Mengunin frá rotþró eða dýraúrgangi

13:48 Leitað er að uppsprettu saurkólígerlamengunar í Varmá í Mosfellsbæ en hún er talin stafa annað hvort af rotþróm eða dýraúrgangi. Þetta segir Árni Davíðsson, heil­brigðis­full­trúi Mos­fells­bæj­ar, í sam­tali við mbl.is. Meira »

Fasteignasalar ganga Laugaveginn

13:44 Um helgina koma til landsins 85 fasteignarsalar frá Kanada. Hópurinn ætlar að ganga Laugaveginn til styrktar kvennaathvörfum. Meira »

Kona slasaðist á Bláhnjúk

13:23 Björgunarsveitarmenn á hálendisvakt í Landsmannalaugum eru að aðstoða konu sem hrasaði við göngu við Bláhnjúk. Hún getur ekki gengið að sjálfsdáðum. Meira »

Tjaldbúðirnar jafnast á við stærð Egilshallar

11:52 Um helgina taka að rísa risavaxnar tjaldbúðir á Úlfljótsvatni vegna alþjóðlegs skátamóts sem þar fer fram á næstunni. Meira en 230 tjöld verða sett upp fyrir þá 4.000 skáta og 1.000 sjálfboðaliða sem mæta á mótið. Meira »

Skálholtshátíð sett með klukknahljómi

12:29 500 ára afmæli siðbótar Marteins Luther setur svip sinn á Skálholtshátíð sem hófst í dag og stendur alla helgina.  Meira »

Safna fé til að klára útialtarið

11:40 Sögufélagið Steini á Kjalarnesi hefur hafið áheitafjársöfnun á vefsíðunni Karolinafund.com vegna gerðar útialtaris með keltnesku hringsniði, sem félagið er að reisa við Esjuberg á Kjalarnesi. Meira »

Tekjur frá stjórnvöldum tvöfölduðust

10:11 Tekjur Rauða kross Íslands af samningum við stjórnvöld tvöfölduðust milli áranna 2015 og 2016 vegna aukinna umsvifa í málefnum hælisleitenda. Þetta kemur fram í ársskýrslu Rauða krossins fyrir árið 2016. Meira »

Búist við miklum mannfjölda á Egilsstöðum

10:06 Seyðisfjarðarvegi verður lokað að hluta og strætisvagn verður gerður út til að draga úr umferðarþunga á Egilsstöðum þegar Unglingalandsmót UMFÍ fer þar fram um verslunarmannahelgina. Meira »

Handtekinn grunaður um íkveikjuna

09:36 Lögreglan hefur handtekið manninn sem grunaður er um að hafa kveikt í bif­reið hjá Vogi nærri Stór­höfða í gær. Þegar lögregla fann manninn hafði hann reynt að kveikja í mottu í fjölbýlishúsi. Meira »

Troðið á tjaldsvæðunum

09:05 Tjaldsvæðin á Akureyri, bæði við Þórunnarstræti og að Hömrum við Kjarnaskóg, voru fullsetin í gærkvöldi og þurfti að loka fyrir frekari gestakomur. Í dag er hreyfing á fólki og því alls ekki útilokað að tjaldstæði sé að finna í blíðunni fyrir norðan. Meira »

Sykurlaust gos tekur fram

08:18 Algjör umskipti hafa orðið á gosdrykkjamarkaði undanfarin ár og sala á sykurlausum gosdrykkjum aukist á kostnað sykraðra.  Meira »

Neituðu báðir að hafa ekið bílnum

07:42 Lögreglu barst um kl. 2 í nótt tilkynning um bíl sem hafði verið skilinn eftir á Nýbýlavegi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang voru tveir menn við bílinn en báðir neituðu þeir að hafa ekið honum. Meira »

Hælisleitendur voru á útkikki

08:22 Um fimmtíu manna hópur sérhæfðra björgunarsveitarmanna mun halda áfram leit að Georgíumanninum Nika Bega­des í dag. Fjörutíu manna hópur frá Georgíu sótti um hæli á Íslandi í júní. Meira »

118 barnafjölskyldur í mikilli þörf

07:57 Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að skipaður verði starfshópur sem geri úttekt á stöðu húsnæðisaðbúnaðar hjá börnum í borginni. Meira »

Boranir í Hornafirði árangursríkar

07:37 Borun fjórðu rannsóknarholunnar við Hoffelli í Hornafirði er nú lokið og allt stefnir í góðan árangur að því fram kemur í frétt á heimasíðu Íslenskra orkurannsókna. Meira »
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Tvær sumarhúsalóðir og tveir hlutar í flugskýli til sölu.
Til sölu í kjarrivöxnu landi í Haukadal á Rangárvöllum tveir hlutar í flugskýli ...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
 
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...