Lífið kviknaði ekki í aprílmánuði

Vonir um að sjá mætti þess merki á vormánuðum að eitthvert líf færðist í byggingargeirann hafa ekki ræst. Þvert á spár virðist hafa orðið mun meiri samdráttur í sölu á efni til bygginga- og mannvirkjagerðar í apríl en spáð var. Hafa ber þó í huga að margir frídagar voru í apríl vegna páskanna, sem kann að hafa haft einhver áhrif.

Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, segir að áætlanir fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins hafi í öllum aðalatriðum gengið eftir í því erfiða árferði sem ríkti í vetur. Átti hann eins og fleiri von á að líf færðist yfir markaðinn í apríl en sú varð ekki raunin, heldur varð þvert á móti meiri samdráttur en á undangengnum mánuðum.

Bestu vísbendingar um hvers vænta má í byggingargeiranum má ráða af magnsölu og innflutningi á vörum sem notaðar eru á byrjunarstigi verkefna. Þar er mikill samdráttur. „Við horfum upp á 45% samdrátt hér innanlands á milli ára,“ segir Einar Einarsson, framkvæmdastjóri Steinullar hf., sem rekur Steinullarverksmiðjuna á Sauðárkróki. Vitað sé að menn hafi verið að klára verkefni á umliðnum mánuðum og því megi búast við að samdrátturinn verði enn meiri. Fyrirtækið brást við strax í janúar og fækkaði vöktum úr þremur í tvær og reynt er að hagræða eftir bestu getu, að sögn Einars. Hjá Steinullarverksmiðjunni eru nú 30 starfsmenn. Segist Einar vonast til að fyrirtækið geti haldið sjó en það er einnig með nokkurn útflutning á steinullareinangrun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert