Skýra þarf reglur um starf trúarhópa í skólum

Frá fermingarfræðslu í Hallgrímskirkju.
Frá fermingarfræðslu í Hallgrímskirkju.

Fulltrúar Samfylkingar og VG í mannréttindaráði Reykjavíkur telja afar mikilvægt að ráðið taki til skoðunar hvort starfsemi trúfélaga í leik-og grunnskólum borgarinnar samræmist rekstri og starfssemi skóla sem ætlaður er öllum óháð trúar-og lífsskoðunum.

Mannréttindaráð samþykkti á síðasta fundi sínum að fela mannréttindastjóra að vinna tillögu út frá skýrslu menntaráðs Reykjavíkur um stefnumótun varðandi samstarf leik-og grunnskóla við trúar-og lífsskoðunarhópa.

Í bókun fulltrúa Samfylkingar og Vinstrihreyfingar græns framboðs er minnt á mikilvægi tillagna starfshóps á vegum Menntaráðs Reykjavíkur frá 2007 um þetta samstarf. Í tillögunum er m.a. lögð áhersla á að í skólum fer fram fræðsla um mismunandi lífsskoðanir og trúarbrögð en þar er ekki stunduð boðun trúar.

„Í engum tilfellum er skólastarfi og starfi trúar-og lífsskoðunarhópa blandað saman,“ segir í tillögunum. Einnig segir „Í leik-og grunnskóla skal börnum ekki mismunað vegnar trúar eða lífsskoðunar þeirra eða forelda þeirra. Forðast skal aðstæður þar sem börn eru tekin út úr hópum eða skylduð til að taka þátt í atburðum sem ekki samræmast trúar-eða lífsskoðunum þeirra.“

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstrihreyfingar – græns framboðs í mannréttindaráði Reykjavíkur telja mikilvægt að í leik-og grunnskólum borgarinnar sé starfað samkvæmt þessum og öðrum tillögum starfshóps menntaráðs um stefnumótun varðandi samstarf leik-og grunnskóla við trúar-og lífsskoðunarhópa frá í febrúar 2007.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert