Mælist með minni stöðugleika

mbl.is

Ísland lendir í 110. sæti af 165. á lista þar sem stjórnmálalegur óstöðugleiki á félagslega- og pólitíska sviðinu er mældur. Þetta kemur fram á vef Economist. 

Lönd heims fá einkunn sem byggir á mati á alls fimmtán þáttum, þar sem 0 merkir að lítil sem engin hætta er á óstöðugleika í viðkomandi landi en 10 að mikill hætta er á óstöðugleika.

Ísland fær einkunnina 2,5 fyrir undirliggjandi varnarleysi og 8 fyrir hættu á sviði efnahagsmála. Heildareinkunn Íslands er því 5,3 en til samanburðar má þess geta að árið 2007 fékk Ísland heildareinkunnina 1,3 í þessari sömu könnun. Þetta eru raunar nákvæmlega sömu tölur og Frakkland mælist með.

Meðal þess sem litið er til þegar undirliggjandi varnarleysi er metið er hvort jöfnuður ríkir í viðkomandi landi, hversu lengi landið hafi verið sjálfstætt, spilling, hlutfall þjóðarbrota, traust almennings á opinberum stofnunum, staða minnihlutahópa, pólitísk saga landsins, þróun atvinnuleysis síðustu árin, félagsleg skilyrði, hver séu nágrannaríki landsins og stjórnargerð. 

Meðal þess sem horft er til þegar hætta á sviði efnahagsmála er metinn er þróun þjóðarframleiðslu, atvinnuleysistölur og meðaltekjur landsmanna. 

Þess má geta að Simbabve lendir í 1. sæti á listanum með heildareinkunnina 8,8 og telst það land í heimi þar sem ríkir mestur pólitískur óstöðugleiki, meðan Noregur lendir í 165. sæti með einkunnina 1,2. 

Listinn í heild sinni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert