Bagalegt þegar lyfin eru ekki til

Magalyfið Asacol er nánast ófáanlegt
Magalyfið Asacol er nánast ófáanlegt Sverrir Vilhelmsson

Asacol 800 mg er hvergi til nema örfáar pakkningar úti á landi, svaraði afgreiðslumaður í Lyfjum og heilsu spurður um meltingarlyfið. Hann upplýsti að ekkert samheitalyf væri til. Svörin í Lyfju voru á sömu leið.

Sjöfn Kristjánsdóttir, formaður Félags meltingarlækna, segir mjög óhagstætt að lyfið fáist ekki. Það sé mjög mikið notað við sáraristilbólgu og fái fólk það ekki geti sjúkdómurinn versnað en lyfið haldi sjúkdómnum niðri og hann geti blossað upp sé það ekki tekið. Þá sé allt stress mjög óhagstætt fyrir þennan sjúklingahóp og oft streituvaldandi að þurfa að skipta um lyf.

„Það er hins vegar hægt. En fólk er komið inn á ákveðinn skammt sem hentar því og þarf að finna þann rétta á nýjum lyfjum.“ Sjúklingar geti snúið sér til síns læknis séu lyfin á þrotum og fengið ráðleggingar.

Anna Lára Steingrímsdóttir, lyfjafræðingur hjá Parlogis sem flytur lyfið inn, segir það ekki á markaði eins og er þar sem beðið sé eftir staðfestingu á að það sé í lagi eftir að skipt var um framleiðenda á því. Staðfestingin ætti að berast mjög fljótlega. Lyfin verði þá keyrð út til verslana.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert