Uppselt í þjóðhátíðarferðir

Frá þjóðhátíð í Eyjum í fyrra.
Frá þjóðhátíð í Eyjum í fyrra. mbl.is/Ómar

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og þeir sem ætla  á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eftir tæplega tvo og hálfan mánuð vilja greinilega hafa vaðið fyrir neðan sig. Uppselt er þegar í fjórar ferðir Herjólfs til Eyja á fimmtudag og föstudag fyrir þjóðhátíð.

Fram kemur á vefnum eyjum.neti, að fáir miðar séu eftir í síðari ferð skipsins á miðvikudeginum. Þá sé einig tölvert búið að bóka í næturferðirnar. Ákveðið hefur verið, í ljósi mikillar eftirspurnar að bæta við næturferð aðfaranótt laugardags. 

Heimasíða Herjólfs  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert