Volkswagen og Skoda sigruðu

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi ræsti bíla í Sparaksturskeppni FÍB og …
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi ræsti bíla í Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu. Eggert Jóhannesson

Bílar frá Volkswagen og Skoda báru sigur úr býtum í hinni árlegu sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu fór fram í gær.  22 bílar voru skráðir til leiks og var keppt í sjö flokkum.


Í flokki bensínbifreiða til 1200 cc sigraði Volkswagen Fox með eyðslu upp á 4,02 lítra á hundraði. Í flokki díselbifreiða með 1201 til 1600 cc sigraði Volkswagen Fox 1.4 Tdi með 3,31 lítra á hundraði. Skoda Octavia sigraði í flokki 1601 til 2500 cc með 3,02 lítra á hundraði í eyðslu.

Ekið var austur Þingvallaveg, Grafning og Grímsnes og að bensínstöð Atlantsolíu á Selfossi. Síðan var ekið yfir Ölfusárbrú suður Eyrarbakkaveg og um Þrengsli til Reykjavíkur. Upphafs- og endastöð keppninnar var við bensínstöð Atlantsolíu við Bíldshöfða við Húsgagnahöllina.


Í fréttatilkynningu segir að góður árangur Volkswagen og Skoda bifreiða komi ekki á óvart því þessar tvær bílategundir oftsinnis unnið þessar keppnir síðustu ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert