Ætla að endurskoða upplýsingalög

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja af stað vinnu við endurskoðun á  upplýsingalögum í því augnamiði að auka aðgengi almennings og fjölmiðla að upplýsingum stjórnarráðsins.

Á næstunni verður skipaður starfshópur til að vinna að nýrri löggjöf. Honum er ætlað að taka mið af löggjöf í nágrannalöndum og sáttmála Evrópuráðsins um aðgang að upplýsingum. Hópurinn á að leita eftir viðhorfum almennings og blaðamanna og ber að skila tillögum fyrir 1. janúar 2010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert