Þjóðverjar hafa ekki hótað Kaupþingi

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.

„Því fer fjarri að einhver hótun sé í bréfinu. Það er ekki nokkur leið að lesa það út,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Á hann þar við tölvupóst sem sérfræðingur í þýska fjármálaráðuneytinu sendi skilanefnd Kaupþings í síðustu viku.

Vitnað var í póstinn í fréttum fyrir helgi og sagt að þar hefði öllu illu verið hótað ef ekki yrði greitt út úr þýskum Kaupþing Edge-reikningum hið fyrsta. Frumvarp til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki til að heimila slíkar útgreiðslur varð að lögum á föstudaginn. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem á sæti í viðskiptanefnd Alþingis, sagði í samtali við mbl.is um helgina að líklega væri í bréfinu fundin ástæðan fyrir þeim flýti sem var á afgreiðslu málsins.

„Alls ekki. Þvert á móti höfum við átt ágætt samstarf við Þjóðverja, málið var leyst í samstarfi Kaupþings og íslenska og þýska seðlabankans,“ segir Gylfi.

Hann hafi upplýst viðskiptanefnd, minnihluta sem meirihluta, um að mest lægi á frumvarpinu til að geta greitt út laun fyrrverandi bankastarfsmanna um mánaðamótin.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert