Dalai Lama í Háskóla Íslands

Dalai Lama er nú staddur í Háskóla Íslands, á samkomu …
Dalai Lama er nú staddur í Háskóla Íslands, á samkomu fyrir nemendur og kennara. mbl.is/Kristinn

Dalai Lama er nú staddur í Háskóla Íslands á sérstakri samkomu ætlaðri nemendum skólans og kennurum. Mikið fjölmenni er á fundinum.

Dalai Lama heimsækir skólann í boði rektors og Hugvísindasviðs HÍ. Samkoman hófst klukkan 10:30 og mun standa til klukkan tólf.

Rektor Háskóla Íslands, Kristín Ingólfsdóttir, opnaði samkomuna og hélt Dalai Lama framsögu að því loknu.

Dalai Lama sagði í ræðu sinni að hann teldi að menntun væri mannkyninu afar mikilvæg en nauðsynlegt væri að vekja meiri athygli á  siðferðilegum gildum. Til dæmi hefði nútímatækni og mikil þekking leitt til haturs- og ofbeldisverka, og í því efni minntist Dalai Lama á árásirnar 11. september 2001 í Bandaríkjunum.

Þegar Dalai Lama hefur lokið máli sínu mun hann eiga samræðu við þrjá kennara skólans, þau Pétur Pétursson, prófessor í guðfræði, Pál Skúlason, prófessor í heimspeki og fyrrverandi háskólarektor og Sigríði Þorgeirsdóttir, dósent í heimspeki.  Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði og forseti Hugvísindasviðs stýrir samkomunni.

Mikill fjöldi er á samkomunni í hátíðarsal HÍ.
Mikill fjöldi er á samkomunni í hátíðarsal HÍ. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert