„Kreppukortið“ kemur á markað

Nýtt „strípað“ kreditkort sem er án allra hefðbundinna ferðatrygginga, færslugjalda og punktasöfnunar hefur nú litið dagsins ljós. Kortið er ætlað þeim sem ekki hyggja á utanferðir á næstunni og vilja hagstæðara og einfaldara greiðslukort. Það er fyrirtækið Kreditkort hf. sem gefur út kortið í samvinnu við MasterCard.

Vanskil á kreditkortareikningum hafa aukist um 2-3% frá síðasta ári. Forsvarsmenn Kreditkorta hf. hafa brugðist við með því að endurskoða og mýkja allt innheimtuferli fyrirtækisins og bjóða nú upp á þetta nýja „kreppukort“.

Fólk vildi einfaldara kreditkort

„Vanskilin hafa aukist síðasta árið en eru reyndar farin að minnka aftur; fólk er byrjað að sýna meiri varkárni. Í byrjun ársins fór fólk að hafa samband við okkur til að endurnýja kortið sitt og margir spurðu hvort ekki væri unnt að fá einfaldara kreditkort sem væri laust við t.d. vildarpunkta og ferðaávísanir. Þá fórum við í samstarf við MasterCard til að geta boðið upp á einfalt og hagstæðara kort,“ segir Viktor Ólason, framkvæmdastjóri Kreditkorta hf.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert