Uppgreiðslur hjá Íbúðalánasjóði 404 milljónir króna í maí en 952 milljónir í janúar

Hægst hefur á uppgreiðslum lána hjá Íbúðalánasjóði það sem af er ári. Í janúar námu uppgreiðslurnar tæpum 952 milljónum króna en nú í maí voru þær tæplega 550 milljónum króna lægri eða 404 milljónir. Þetta er samkvæmt tölum sem Íbúðalánasjóður vann fyrir lesendur Morgunblaðsins.

Samkvæmt upplýsingum sjóðsins er erfitt að útskýra af hverju færri kjósa að greiða upp eða inn á lánin sín nú en í byrjun árs. Viðskiptavinir hans gefi ekki ástæðurnar upp.

Sveinn Agnarsson, fræðimaður við Hagfræðistofnun, segir alltaf gott að skulda lítið á krepputímum og ákjósanlegt að minnka áhættuna af hærra og síbreytilegu verðlagi sem hafi áhrif á verðtryggð lán. „Hafi vaxtalækkanir leitt til þess að fólk fái lága ávöxtun ætti það virkilega að velta því fyrir sér hvort það geti ekki bætt stöðu sína með því að nota sparifé sitt í að borga inn á lán.“

Hann segir ekki endilega ákjósanlegt að leggja peningana inn á verðtryggðan reikning nú. „Þó það sé í sjálfu sér heppilegt að binda fé og láta vaxtatekjurnar ganga gegn vaxtagjöldum af íbúðalánum getur það verði óheppilegt vegna bindiskyldunnar. Ekki er hægt að bregðast við ef eitthvað kemur upp á.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert