Hvert klúðrið hefur rekið annað

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á Alþingi í dag, að allt sem Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefði sagt um Icesave-málið í dag, væri þveröfugt við það sem hann sagði þegar hann var í stjórnarandstöðu.

Spurði Sigmundur Davíð hvort nokkuð væri að marka það sem Steingrímur hefði sagt.

Hann sagði að hvert klúðrið hefði rekið annað í Icesave-málinu. Nú væri verið að leggja á íslensku þjóðina skuldbindingar, sem ekki hvoru lentar á henni áður.  Rök stjórnarinnar væru ekki boðleg, svo sem að halda því fram að mörghundruð milljarða skuldbindingar muni styrkja gengi krónunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert