Norræna velferðarkerfið stenst kreppur

Egill Helgason stýrði umræðum um norræna velferðarkerfið.
Egill Helgason stýrði umræðum um norræna velferðarkerfið. mbl.is/Rax

„Ég held að ég hafi alveg staðist samanburðinn," sagði þáttastjórnandinn og fréttaskýrandinn Egill Helgason í samtali við mbl.is en hann stýrði pallborðsumræðum um norræna „módelið" á ráðstefnu International Press Institute í Helsinki í gær. Hinn þekkti fréttamaður Jim Clancy sem hefur starfað í áratugi á CNN fréttastöðinni stýrði næstu umræðum á eftir Agli.
Egill stýrði umræðum sem báru yfirskriftina Norrænt lýðræði - Getur heimurinn dregið lærdóm af því? Þeir sem tóku þátt í umræðunum voru Andrew Brown rithöfundur og blaðamaður á Guardian sem hefur ritað bók um sænska velferðakerfið (Fishing in Utopia) og Sixten Korkman sem stýrir finnsku þjóðhagsstofnuninni og Pär Nuder fyrrum fjármálaráðherra Svía.

Niðurstaða umræðunnar var að sögn Egils sú að velferðarkerfið gefst vel og jafnvel í efnahagskreppu sé bæði efnahagslega og siðferðilega hagkvæmt að hafa gott velferðarkerfi.

Egill sagði að þarna væru margir merkilegir menn að flytja erindi og að það gæfi tilefni til að sjá hlutina í stærra samhengi. „Fyrir utan Jim Clancy, sem hefur tekið viðtöl við alla sem máli skipta í heiminum, er þarna einnig maður að nafni Dmitry Muratov sem er ritstjóri Novaya Gazeta sem er eina stjórnarandstöðublaðið í Rússlandi, maður sem er í stöðugri lífshættu. Þá er þarna Hamid Mirr frá Pakistan, eini blaðamaðurinn sem hefur tekið viðtal við Osama bin Laden eftir árásina á tvíburaturnana í New York," sagði Egill.


Jim Clancy.
Jim Clancy.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert