Segir eignir duga fyrir Icesave

Sigurjón Þ. Árnason.
Sigurjón Þ. Árnason. mbl.is/Sverrir

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, sagðist í fréttum Ríkisútvarpsins vera sannfærður um að eignir bankans dugi fyrir skuldum vegna Iceasave reikninganna. Samkomulagið sé ekki skuldabaggi á íslensku þjóðinni.

Sigurjón segir neikvæðar hliðar á samkomulaginu vera óvissuna um hvað muni gerast ef íslensku neyðarlögin standist ekki. Einnig séu vextir í samkomulaginu háir en Sigurjóns sagðist ekki gera sér grein fyrir því hvort búið sé að reikna með mögulegri styrkingu pundsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert