Ráðstefna um ábyrgar veiðar Íslendinga var haldin í sendiráðinu í London í gær. Þátttakendur voru rúmlega 60 og meðal þeirra voru fulltrúar fiskkaupenda í Bretlandi og hagsmunaaðilar í breskum sjávarútvegi.
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ávarpaði ráðstefnuna og fjallaði um ábyrgar fiskveiðar Íslendinga. Hann hefur jafnframt undanfarna daga heimsótt fiskmarkaðina í Grimsby og Hull svo og íslensk fyrirtæki á Humber-svæðinu og segist hvarvetna hafa mætt vinarhug í garð Íslendinga.