Skeljungur hækkar um 12,50

Skeljungur er búinn að hækka bensínverð um 12,50 krónur en það svarar til 10 króna hækkun bensíngjalds, sem Alþingi samþykkti fyrir réttum mánuði. N1 og Olís hafa ekki enn hækkað. Olís hækkaði raunar verðið, sem svaraði til bensíngjaldshækkunarinnar, í síðustu viku en lækkaði aftur þegar hin félögin fylgdu ekki í kjölfarið.

Bensín í sjálfsafgreiðslu hjá Skeljungi kostar nú 189,30 krónur lítrinn og 194,30 með í þjónustu. Verð á dísilolíunni í sjálfsafgreiðslu er nú 179,70 krónur og 184,70 krónur með þjónustu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert